�?etta er jafnframt í fyrsta sinn sem sveit frá Vestmannaeyjum verður Íslandsmeistari í skák. Mótið, sem fór fram í húsakynnum Skáksambands Íslands í Reykjavík var afar spennandi en Salaskóli leiddi mótið eftir fyrri keppnisdag en sveit Grunnskóla Vestmannaeyja var í öðru sæti. Alls voru tefldar níu umferðir og í þeirri sjöundu jöfnuðu Eyjapeyjar metin og komust einu vinningi yfir fyrir síðustu umferðina. Strákunum urðu svo ekki á nein mistök í síðustu umferðinni, unnu þar 4:0 og enduðu með 30,5 vinninga af 36 mögulegum.

Auk þess að hampa Íslandsmeistaratitlinum unnu strákarnir sér þátttökurétt á Norðurlandamóti skólasveita í skák en mótið fer fram í september.

Alls kepptu 22 sveitir þátt í mótinu frá Akureyri, Mýrdalshreppi, Vestmannaeyjum og af höfuðborgarsvæðinu.

A-sveit Grunnskóla Vestmannaeyja og nýkrýndir Íslandsmeistarar eru: Nökkvi Sverrisson á 1 borði, Alexander Gautason á 2 borði, Sindri Freyr Guðjónsson á 3 borði og Hallgrímur Júlíusson á 4 borði. Tvenn borðaverðlaun komu í hlut sveitarinnar, þar sem Hallgrímur var með fullt hús vinninga á 4 borði og Sindri Freyr var hæstur á 3 borði.

B-sveitin, sem endaði í sjötta sæti er þannig skipuð: Kristófer Gautason, Daði Steinn Jónsson, Nökkvi Dan Elliðason, �?lafur Freyr �?lafsson og Sigurður A. Magnússon. Sveitin er ung og á framtíðina sannarlega fyrir sér.