Margir lýstu einnig áhyggjum sínum yfir stöðu kvennaíþrótta hjá félaginu. Ljóst er að kvennaíþróttir í Eyjum eiga erfitt uppdráttar í mfl. bæði í knattspyrnu og handbolta. Samþykkt var tillaga, sem Viðar Elíasson bar upp, um könnun á verðmætasköpun í bænum vegna starfsemi ÍBV.
Fundarmenn voru almennt á þeirri skoðun að starfsemi félagsins skapaði gífurleg verðmæti inn í bæjarfélagið. Tillaga Viðars er einmitt sett fram í þeim tilgangi, að leiða slíkt fram í dagsljósið. Stefáni Jónassyni upphafsmanni nýstofnaðs ferðasjóðs og �?ór Vilhjálmssyni, sem sat í nefnd um stofnun sjóðsins, var þakkað þeirra framlag til eflingar íþrótta í Vestmannaeyjum, með lófaklappi. Stjórn félagsins var öll endurkjörin, formaður er Jóhann Pétursson lögfræðingur.
Af fréttavef ÍBV: