�?�?g sé fyrir mér að heimspekideild HÍ ásamt guðfræðideild geti stofnað eins konar fróðskaparsetur í Skálholti þar sem saga, heimspeki og guðfræði gætu komið saman og myndað grunn að endurreisn hugvísinda á Íslandi,�? segir Pétur og bendir ennfremur á nauðsyn þess að þjóðin leggi meiri rækt við hinar fornu menntir á tímum þar sem veraldleg gildi eru mjög ráðandi. �?Vel fer á að stunda þessi fræði í Skálholti, þar ilmar sagan af hverjum bletti og þar hafa gengið um menn sem ritað hafa gagnmerka texta um guðfræði.�?
Pétur bendir ennfremur á að háskólavæðing þjóðarinnar hafi að mestu farið framhjá Suðurlandi. Auk Skálholts bendir leiðarahöfundur á möguleika á útvíkkun háskólanáms í ÍKÍ á Laugarvatni og beinir því að lokum til sveitarstjórnar að standa hér vörð um hagsmuni sveitarfélagsins.