�?að hefur líka verið nóg að gera í Godthaab í Nöf og að sögn Einars Bjarnasonar hefur verið unnið þar á laugardögum undanfarnar vikur. �?á hefur verið unnið í Ísfélaginu alla daga enda gott framboð á markaði en Ísfélagsmenn leita nú að skipi til að sjá um bolfiskveiðar fyrir frystihúsið.

Búið að eyðileggja aprílmánuð
�?að er búið að vera ágætis fiskerí, við höfum verið að fá um 10 tonn á dag, sagði Bergvin Oddson á Glófaxa VE sem var við veiðar á miðvikudagsmorgun. �?Við þurfum að ná í hundrað tonn áður en við förum á humarinn. En það er alveg búið að eyðileggja aprílmánuð fyrir okkur því hrygningarstoppið tók gildi 1. apríl og er svæðisbundið. �?að er gott að geta sagt upp á dag hvenær fiskurinn á að hrygna. �?að skiptir ekki máli hvort páskarnir eru 1. apríl eða 20. apríl, þá skal hann hrygna. �?að er alveg á hreinu. Við þurfum að færa okkur út fyrir 19. gráðu 11. apríl og megum vera þar á svæði í u.þ.b. viku og svo tekur við alsherjar stopp í u.þ.b. viku,�? sagði Beddi en tók fam að veðrið hefði verið sérstaklega gott síðustu daga.

Nánar í Fréttum en þar er m.a. rætt við Benoný Benónýsson á Portlandi VE og Jóhannes �?ór Sigurðsson útgerðarmaður á Matthildi VE.