�?�?etta er hugsað sem íbúabyggð við Selfoss með þeim formerkjum að vonandi verði samþykkt seinna að sameina Laugardæli við Árborg eins og íbúar hafa óskað eftir,�? segir �?orgeir Jósefsson, framkvæmdastjóri Ferjuholts.

�?orgeir segir að verið sé að vinna ákveðnar hugmyndir um skipulag á svæðinu sem gangi út frá því að tengja svæðið við Selfoss á sem bestan hátt. Fljótlega verður óskað eftir fundi með sveitarstjórn Árborgar og henni kynnt hönnunarvinnan.

�?�?etta verður væntanlega góð viðbót við byggingarhæft land á Selfossi. �?arna er gert ráð fyrir nýrri brú yfir �?lfusá í byggð sem gæti samsvarað tvöfaldri íbúabyggð á Selfossi,�? segir �?orgeir en hann segir kostnað ekki liggja fyrir, né hvenær framkvæmdir muni hefjast. /eb