Einn þjófnaður var tilkynntur til lögreglu í vikunni sem leið en aðfaranótt 4. apríl sl. var tveimur slökkvitækjum stoðið af olíubifreið sem stóð við birgðarstöð olíufélaganna á Eiðinu. Ekki er vitað hver eða hverjir þarna voru að verki og þiggur lögreglan allar þær upplýsingar sem leitt geta til þess að málið upplýsist.

Lögreglu var tilkynnt um skemmdarverk á tveimur bifreiðum um helgina sem áttu sér sér stað aðfaranótt 7. apríl sl. Í öðru tilvikinu var skorið á þrjá hjólbarða bifreiðar sem stóð á opnu svæði milli Skólavegar og Kirkjuvegar en í hinu tilvikinu var bifreið rispuð sem stóð á Miðstræti. �?eir sem einhverjar upplýsingar hafa um hverjir þarna voru að verki eru beðnir um að hafa samband við lögreglu.