�?Leikritið spannar kómedíu, dramatík og allt þar á milli,�? segir Kristín Gestsdóttir, formaður leikfélags Nemendafélags FSu. �?�?að fjallar um þrjá krakka sem búa saman og daglegt líf þeirra – sem er langt frá því að teljast normal! Á köflum eru atriðin ögrandi og klámfengin þannig að þessi sápuópera er eiginlega bönnuð innan tólf ára.�?

Alls taka sextán leikarar þátt í sýningunni og hefur hópurinn unnið baki brotnu við að undirbúa stóru stundina á fimmtudag. Með aðalhlutverk fara Stefán Jóhannsson, Bjarni Rúnarsson og Hrefna Sigurðardóttir en þau leika skrautlega unglinga á stormasömu heimili.

�?�?ema verksins er níundi áratugurinn og þá sérstaklega í klæðnaði persónanna. �?egar ég og Árni Grétar leikstjóri lögðum drög að handritinu sóttum við innblástur í bíómyndir þess tíma, eins og Reality Bites og Threesome, segir hún og bætir því við að spunaverkið geti verið örlítið breytilegt milli sýninga en söguþráðurinn sé alltaf sá sami.

Miðapantanir eru í síma 823-1934 og á vefsíðunni nfsu.is.