Tveir ökumenn voru teknir fyrir ölvun við akstur í umdæminu á tímabilinu en samstarf um ölvunareftirlit var unnið með lögreglunni á Selfossi um páskahelgina. Lögreglan fór tvær ferðir í eftirlit á hálendið um helgina en einnig stóð til að fara í eftirlitsflug með þyrlum Landhelgisgæslu en veður gaf ekki tækifæri til flugs á hálendið en slíkt flugeftirlit mun verða framkvæmt á völdum tímum í vor og sumar eftir því sem hægt er.