Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri í Hrunamannahreppi, segir að rennsli Litlu-Laxár yrði breytt skammt frá verksmiðju Límtrés. �?Með því verður hægt að koma í veg fyrir að áin brjóti ennfrekar niður bakka á svæðinu við byggðina við Vesturbrú og skapa rýmra svæði fyrir reiðhallarbyggingu Hestamannafélagsins Smára,�? segir Ísólfur Gylfi. �?Við fyrstu athugun virðist þetta ekki eins flókið og við héldum. Skipulagsyfirvöld hafa líka tekið þessu betur en við bjuggumst við. Raunar segja sumir að með þessu yrði ánni komið í réttan farveg.�?
�?á hefur Stangveiðifélag Reykjavíkur lýst yfir áhuga á að leiga veiðiréttindi í Litlu-Laxá af landeigendum. Til þess að það geti orðið að veruleika þarf að hætta malarnámi í ánni, sem að raskar hrygningarstöðum laxins. �?Gangi þessar breytingar eftir yrði einnig að blása af árlega traktorstorfærukeppni í ánni og henni þá fundinn nýr staður,�? segir Ísólfur Gylfi og bætir því við að aukin veiði í ánni yrði mikil lyftistöng fyrir svæðið.