Sýningin var sett upp í tengslum við málstofu um Vesturbúðina sem fyrirhugað er að halda á Eyrarbakka.

Í forsal Sjóminjasafnsins á Eyrarbakka hefur verið sett upp sýningin Ný aðföng, á ljósmyndum sem nýlega hafa verið gefnar safninu. Um þessar mundir er unnið að skráningu á þeim og er enn verið að afla upplýsinga um myndefnið. Myndir þessar voru í fórum hjónanna Arons Guðbrandssonar í Kauphöllinni og konu hans Ásrúnar Einarsdóttur annarsvegar og �?órlaugar Bjarnadóttur ljósmóður á Eyrarbakka hinsvegar.

Í apríl og maí verður Húsið á Eyrarbakka og Sjóminjasafnið á Eyrarbakka opið kl. 14-17 á laugardögum og sunnudögum og á öðrum tímum eftir samkomulagi.

Skráð á stokkseyri.is af: Björn Ingi Bjarnason