Dagskráin hefst á skírdagskvöld með messu í Minningarkapellu sr. Jóns Steingrímssonar. Prestur sr. Ingólfur Hartvigsson.

Á föstudeginum langa, fyrir hádegi, verður dagskrá í Minningarkapellunni þar sem Björk �?orleifsdóttir sagnfræðingur flytur erindi um samfélags áhrif stórfelldra náttúruhamfara og eru Skaftáreldar þar í brennidepli. Einnig verður upplestur og Brian R. Haroldsson organisti flytur tónlist á milli atriða.

Eftir hádegi verður gengin píslarganga frá Hunkubökkum austur Klausturheiðar, að Systrastapa og þaðan í gamla kirkjugarðinn við Kapelluna á Klaustri þar sem göngu lýkur. Fararstjórar eru sr. Bernharður Guðmundsson og Jón Helgason.

Dagskrá föstudagsins langa lýkur að kvöldi með lestri úr Passíusálmum og tónlistarflutningi í Minningarkapellunni.

Eftir hádegi á laugardeginum verður gengið um söguslóðir á Kirkjubæjarklaustri. Fararstjóri Jón Helgason.

Síðdegis á laugardeginum verða tónleikar kirkjukórs Prestsbakkakirkju í Félagsheimilinu Kirkjuhvoli. Undirleikari er Brian R. Haroldsson organisti.

Dagskránni lýkur með göngu á páskadagsmorgun frá Kirkjubæjarklaustri að hátíðarmessu á Prestsbakka: Fararstjóri Elín Anna Valdimarsdóttir.

Dagskráin er á vegum Kirkjubæjarstofu, í samvinnu við sóknarprest og sóknarnefnd Prestsbakkasóknar. Nánari upplýsingar í síma: 487 4645 á netfangi: [email protected] og vefsíðu: www.kbkl.is