�?�?að er algjör upplifun að aka þessu og hann er vel ökufær á íslenskum vegum,�? segir Hafsteinn í samtali við Sunnlenska en bílinn kemst á allt að 317 kílómetra hraða. Um er að ræða nýjustu tegund af Viper gerðinni, flaggskipi Dodge bílaframleiðandans. �?etta er jafnframt eini bíllinn sinnar tegundar hér á landi en IB á Selfossi fluttu bílinn sérstaklega inn frá Bandaríkjunum fyrir Hafstein.

�?�?g er með svo mikla bíladellu að ég lít fyrst og fremst á þennan bíl sem listaverk. Síðan er bara bónus að geta ekið þessu,�? segir Hafsteinn, sem er sonur �?orvaldar Guðmundssonar, ökukennara, og á því ekki langt að sækja bíladelluna. �?Sumir vilja ferðast um á hestum á meðan aðrir vilja aka um á góðum bíl sem kostar á við graðhest. �?að er ekkert flóknara.