�?arna hafði tveimur stúlkum eitthvað sinnast sem endaði með því að önnur þeirra var slegin. Ekki var um alvarlega áverka að ræða.

Auk þess komu upp tvö fíkniefnamál sem greint hefur verið frá áður. Annars vegar var kona á þrítugsaldri tekin með pakka sem hún hafði tekið á móti úr flugi en pakkinn innihélt fjóra skammta af LSD, um 6 gr. af amfetamíni, 3 gr. af hassi og 1. gr. af maríjúana. Við skýrslutöku viðurkenndi konan að vera eigandi efnanna og telst málið að mestu upplýst. �?kumaður á þrítugsaldri var tekinn um helgina, grunaður um að vera undir áhrifum fíkniefna en tekið var blóðsýni úr honum.