�?essi leikgerð er byggð á kvikmyndinni Boeing Boeing frá árinu 1965 sem skartaði leikurunum Tony Curtis og Jerry Lewis í aðalhlutverkum og er hér í þýðingu Sigurðar Atlasonar. Áður hefur verkið verið sett upp undir heitinu Sexurnar.
�?fingar hófust um miðjan febrúar og hefur verið æft í Versölum þar sem sýningar munu fara fram.

Sýninguna prýða sex leikarar, þau Arnar Gísli Sæmundsson, Ásta Margrét Grétarsdóttir, Helena Helgadóttir, Hulda Gunnarsdóttir, Ottó Rafn Halldórsson og Ragnheiður Helga Jónsdóttir.

Áætlaðar eru þrjár sýningar á verkinu en auk frumsýningarinnar verður það sýnt mánudagskvöldið 23. apríl og þriðjudagskvöldið 24. apríl.
gks.