Gossagan, jarðfræðin og náttúrufegurð skapa þar þá veröld að í reynd ætti enginn erlendur ferðamaður að sleppa Eyjum úr ferð sinni um landið. �?að gera þó margir þeirra í dag og kemur þar tvennt til. Annarsvegar lélegt flugveður og hinsvegar vont sjóveður. �?á er bílaþilfar Herjólfs upppantað marga mánuði fram í tímann. Með bættum samgöngum eiga Vestmannaeyjar gríðarlega framtíð fyrir sér en til þess að svo geti orðið þurfa ferðamálayfirvöld landsins að taka undir með heimamönnum í markaðssetningu og samgöngumálunum.

Eyjarnar eiga það inni!

�?egar býsnast er yfir miklum kostnaði gleymist í umræðunni að Vestmannaeyjar sem ein stærsta verstöð landsins á gríðarlega stóran þátt í þeirri velmegun sem Íslendingar búa við í dag. Á þeim tíma þegar þjóðin braust frá sárri fátækt til bjargálna lögðu verstöðvar á borð við Heimaey grundvöllinn undir þjóðarbúið. Nú er komið að íslenskri þjóð að endurgreiða þá skuld og enn sem fyrr munu Eyjarnar góðu greiða þá fjárfestingu margfaldlega til baka. Byrjum á ferjunni.

�?ví fer fjarri að bílaþilfar núverandi Herjólfs anni samgöngum milli lands og Eyja og skip þetta svarar heldur ekki kröfum samtímans um siglingahraða. Ferðin tekur góða þrjá tíma en það er vel mögulegt að stytta ferðatímann í tvo.

Í umræðu um samgöngumál Eyjamanna hafa núverandi samgönguyfirvöld látið hrekja sig til án þess að ljúka nokkru máli farsællega. Rætt hefur verið um nýjan Herjólf en tillögum þar um síðan stungið undir stól og bæjaryfirvöldum svarað því máli með óskiljanlegum hætti.

Jarðgöng gætu verið ódýrasta leiðin

�?egar rætt hefur verið um framtíðarsamgöngur við Vestmannaeyjar er því líkast sem Sturla Böðvarsson samgönguráðherra sé fyrirfram ákveðinn í að ekki megi einu sinni kanna málið til hlýtar. �?að er umhugsunarefni hvort flokksbræðrum Árna Johnsen sé svona mikið í mun að gera ekki það sem Eyjamaðurinn söngelski leggur til. �?egar svo er komið er brýnt að aðrir taki við keflinu.

Rannsóknir á möguleikum á jarðgangagerð hafa strandað í miðju kafi og sumar verið unnar með hangandi hendi. Slett er inn fráleitum tölum um kostnað sem miða meðal annars við gangagerð eins og þá sem þarf fyrir milljónaborgir.

Eitt það mikilvægasta í jarðgangaumræðunni er þetta: �?að er möguleiki að jarðgangagerð sé framkvæmanleg fyrir sama fé og kostar að halda úti siglingum til Eyja í aldarfjórðung eða innan við 30 milljarða króna. Ef það er tilfellið er ekki áhorfsmál að leggja göngin. �?au munu margborga sig fyrir þjóðarbúið og stórefla byggð bæði í Eyjum og Rangárþingi. Ef göngin kosta miklu meira en það þá verður að leggja gangagerð á hilluna um sinn og horfa til annarra leiða. Við þær aðstæður er Bakkafjöruhöfn vænlegasti kosturinn.

Bakkafjöruhöfn notuð til að tefja!

En í stað þess að ljúka þessum rannsóknum reynir núverandi samgönguráðherra að slá á jarðgangaumræðuna með frekar flausturslegri ákvörðun um Bakkafjöru. �?að er góðra gjalda vert að vilja með þeim hætti koma til móts við samgönguþarfir Eyjamanna en mér býður í grun að þetta sé leikur í óformlegu stríði Sturlu Böðvarssonar við jarðgangahugmyndina og fyrrnefnt þingmannsefni Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. �?að er eitthvað í undirstöðu þessa máls sem lyktar undarlega.

Ef að Bakkafjöruhöfn á að fylgja sá böggull að fram að opnun ferjulægis þar sem verður í fyrsta lagi 2011, skuli Eyjamenn notast við gamla Herjólf þá er það algerlega óviðunandi staða. Eyjamenn eiga kröfu á að fá strax í sumar nýjan og hraðskreiðari Herjólf. Málið má leysa hratt og örugglega með leiguskipi en til þess þarf pólitískan vilja.

Lækkun fargjalda

Að lokum skal hér nefnt viljaleysi samgönguráðherra í gjaldskrármálum Herjólfs. Sem þingmannsefni í kjördæminu hef ég farið oftar út í Eyjarnar fögru í vetur en áður samanlagt á ævinni og kynnst gjaldskrám Herjólfs. Hef að vísu í öllum ferðum sparað mér að taka bílinn með en borgað nóg samt. �?að er lágmarkskrafa að ferðalag með Herjólfi kosti fjölskylduna ekki meira en sem nemur kostnaði við að aka frá �?orlákshöfn austur í Vík en nú er kostnaðurinn margfaldur. Um þetta gildir hið sama og nýjan Herjólf. Hér þarf pólitískan vilja og sá vilji er til innan Framsóknarflokksins.