Um er að ræða verkefnið Wide eyes project en samtökin sem standa að baki verkefninu halda úti heimasíðu á www.wondereyes.org. �?ar kemur fram að enginn ágóði er af starfseminni. Hún er fyrst og fremst hugsuð fyrir börnin, að þau uppgötvi samfélagið og sitt nánasta umhverfi upp á nýtt í gegnum linsuna.
�?ll börn í sjöunda bekk í Barnaskóla og sjötta bekk í Hamarsskóla fengu í hendurnar einnota myndavél í einn sólarhring og áttu þau að taka myndir af því sem þeim þótti merkilegast. �?egar blaðamann bar að garði var verið að fara yfir hvað börnin í sjötta bekk í Hamarsskóla mynduðu og var myndefnið eins fjölbreytilegt og börnin voru mörg.