The Foreign Monkeys hefur verið starfandi í rúmt ár en þeir félagar hófu störf aðeins um það bil mánuði áður en Músíktilraunir hófust í fyrra. Hljómsveitina skipa þeir Bogi Ágúst Rúnarsson, Bjarki Sigurjónsson, Gísli Stefánsson og Víðir Heiðdal.

Gísli upplýsti það á samkomunni að hljómsveitin er að vinna að gerð geisladisks sem mun koma út næstkomandi haust. �?�?ar höfum við fengið mjög færan upptökustjóra, Magnús Auðdal sem meðal annars hefur verið að spila með tónlistarkonunni Lay Low.�? Auk þess hefur hljómsveitin verið að spila víðs vegar um landið síðasta árið. The Foreign Monkeys er jafnframt fyrsta hljómsveitin frá Vestmannaeyjum sem ber sigur úr býtum í Músíktilraunum.

�?að var svo Sigurgeir Jónasson, ljósmyndari sem afhenti þeim félögum farandgrip sem bæjarlistamaður hverju sinni varðveitir í eitt á en gripurinn er einmitt hannaður af Guðjóni �?lafssyni, sem var bæjarlistamaður Vestmannaeyja 2005 og færði hann Vestmannaeyjabæ gripinn að gjöf í fyrra.