Sýningin í Íþróttamiðstöðinni er öll hin glæsilegasta en að sjálfsögðu verður boðið upp á reynsluakstur á nýjustu bílum Toyota og Lexus. �?á býður Toyota umboðið Eyjamönnum í sund um helgina og bæta svo um betur á laugardag þegar öllum 18 ára og eldri er boðið á dansleik í Týsheimilinu með Eyjahljómsveitinni Dans á Rósum. Dansleikurinn hefst klukkan 23 og er frítt inn.

Á morgun mun Toyota svo undirrita samstarfssamning við Surtseyjarfélagið og knattspyrnudeild ÍBV en Toyota mun styrkja hvoru tveggja myndarlega.