Verðlaunin Verknámsstaður garðyrkjunnar 2007 hlaut Steinþór Einarsson, skrúðgarðyrkjumeistari og eigandi fyrirtækisins Garðyrkja í Reykjavík.

Loks fékk Hólmfríður Geirsdóttir, frá Kvistum, hvatningarverðlaun garðyrkjumanna.

�?á var á hátíðinni undirritaður nýr samstarfssamningur Landbúnaðarháskólans, Skógræktar ríkisins, Landgræðslu ríkisins, Landssamtaka skógareigenda og landshlutabundnu skógræktarverkefnanna. Markmiðið með samningnum er að auka þekkingu fagfólks og áhugafólks á hvers konar landbótastarfi og gera landgræðslu- og skógræktarstörf þeirra árangursríkari