�?lafur hefur á langri æfi komið að flestum þáttum bæjarlífsins. �?lafur útskrifaðist frá Garðyrkjuskólanum á Reykjum árið 1943 og byggði fljótlega garðyrkjustöð við Bröttuhlíð í Hveragerði sem hann rak lengi ásamt fjölskyldu sinni.

�?Eftir að hann seldi garðyrkjustöðina var hann starfsmaður Hveragerðisbæjar og vann mikið verk við uppbyggingu á grænum svæðum innan bæjarins. Einnig er garðurinn við hús fjölskyldunnar við Bröttuhlíð 4 með fegurstu görðum bæjarins. �?ví þótti við hæfi að þakka �?lafi vel unnin störf í þágu Hvergerðinga,�? segir í áliti dómnefndar.