Gámurinn var læstur en lykill að honum sagður vel falinn fyrir utan gáminn. �?á var farið inn í annan gám skammt frá en engu stolið úr honum.

Í liðinni viku var tilkynnt um innbrot í sumarbústað í Hraunborgum í Grímsnesi þaðan sem stolið var Sony 27�? LCD sjónvarpi, Scott heimabíói, Roadstar DVD tæki. Talið er að þjófurinn hafi farið inn með því að spenna um svalahurð.

Í gærmorgun, sunnudag, var tilkynnt um innbrot í gróðurhús í Gróðurmörk í Hveragerði og þaðan stolið fimm gróðurhúsalömpum. Síðdegis í gær gekk maður fram á plastpoka inni í Gufudal og þegar hann kannaði innihaldið sá hann að þar voru fimm gróðurhúsalampar. Maðurinn tilkynnti um fundinn til lögreglu og er talið að þarna hafi verið lamparnir úr innbrotinu.