�?egar hann hafði svarað manninum hafi hann án frekari vífilenginga gripið eldhússtól og lamið manninn með stólnum þar til hann brotnaði. Síðan greip hann til borðhnífs og lagði hann í öxl mannsins þannig að hann skarst lítillega. Hinn grunaði var stuttu síðar handtekinn og færður til yfirheyrslu en neitaði sök. Ekki liggur fyrir hvað lá að baki árásinni en sá sem varð fyrir árásinni þekkti ekki árásarmanninn annað en að hann væri samlandi hans frá Póllandi. Málið er í rannsókn.