Fjórir fyrir að tala í síma í akstri án þess að nota handfrjálsan búnað, aðrir fjórir fyrir að vera ekki með ökuskírteini og einn fyrir að aka bifreið sem var yfir 3500 kg sem hann hafði ekki réttindi til.

Einn þessara ökumanna ók útaf á gatnamótum Laugarvatns- og Biskupstungnabrautar aðfaranótt sunnudags. Hann hafði tekið bifreiðina í heimildarleysi frá móður sinni auk þess var hann sviptur ökuleyfi og hafði í fórum sínum hass. Maðurinn var handtekinn og færður í lögreglustöð þar sem hann viðurkenndi, við yfirheyrslu, brot sín.

Íbúi í Hveragerði kvartaði undan bifhjólamanni sem hefði látið bifhjól sitt reykspóla með þeim afleyðingum að grjót og gúmmítæjur þeyttust á íbúðarhús og ökutæki. Bifhjólamaðurinn tók að sér að þrífa gúmmíið af húsveggnum og væntanlega mun tryggingafélag hans þurfa að bæta annað tjón sem hlaust af.