Forsaga málsins er sú að lögregla hafði umrædda nótt upphaflega stöðvað bíl, sem drengurinn var farþegi í, vegna glannalegs aksturslags. �?kumaður bílsins lofaði þá bæta ráð sitt en nokkrum mínútum síðar sá lögreglan sama bíl ekið eftir Austurvegi og sat ákærði þá uppi í afturrúðu bílsins og veifaði og hrópaði í átt að lögreglu. Fram kemur í dómi að drengurinn hafi verið nokkuð ölvaður.
Drengurinn, ökumaður og aðrir farþegar í bílnum neituðu því fyrir dómi að drengurinn hefði setið uppi í glugga bílsins. Dómara þótti það hinsvegar fullsannað. Honum var gert að greiða 30 þúsund króna sekt ella sæta fangelsi í fjóra daga. Hann var einnig dæmdur til að greiða málsvarnarlaun upp á 200 þúsund krónur.