Í Vestmannaeyjum er D-listi með langmestan stuðning eða 55,5%. F-listi sækir hlutfallslega flesta kjósendur sína til Suðurnesja, 8,3%, líkt og E-listi, 0,7% og I-listi, 3,7%. Stuðningsmenn S-lista eru hlutfallslega flestir á Suðurnesjum, 27,6% og V-lista á Suðurlandi austan Árnessýslu 23,2%. Sjálfstæðisflokkur (D) fengi 40,9% atkvæða í Suðurkjördæmi væri gengið til kosninga nú samkvæmt skoðanakönnun sem Capacent Gallup vann fyrir Sjónvarpið og Morgunblaðið dagana 15. til 19. apríl. Samfylkingin (S) fengi 24,0%, Framsóknarflokkurinn (B) 14,2% og Vinstrihreyfingin �? grænt framboð (V) fengi 13,7%. Frjálslyndi flokkurinn (F) fengi 4,8%, Íslandshreyfingin (I) 2,2% og Baráttusamtökin (E) fengju 0,3%. Samkvæmt könnuninni fengi Sjálfstæðisflokkurinn fimm kjördæmakjörna þingmenn í kjördæminu, Samfylkingin tvo þingmenn og Framsóknarflokkurinn og Vinstri grænir einn þingmann hvor flokkur. Næsti maður inn væri 3. maður Samfylkingar en lítill munur er á honum og 5. manni Sjálfstæðisflokks. �?rtakið var tilviljunarúrtak úr þjóðskrá. Í því voru 800 manns 18 ára og eldri. Nettósvarhlutfall var 64,5%. Mbl.is greindi frá.