Afnám álagsins er gert í tengslum við samning Íslands við Evrópusambandið um bættan markaðsaðgang fyrir tilteknarsjávarafurðir á markaði sambandsins.

Jafnframt skipar ráðherra þriggja manna nefnd sem skila á tillögum um hvernig fiskkaupendum hérlendis verður best tryggður möguleiki á að bjóða í þennan fisk áður en hann er fluttur út. Í nefndinni sitja: Einar Oddur Kristjánsson alþingismaður, formaður hennar, Stefán Friðriksson aðstoðarframkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í
Vestmannaeyjum og Kjartan Guðmundsson fiskverkandi í Reykjanesbæ. Nefndinni er ætlað að skila tillögum sínum áður en útflutningsálagið verður afnumið um fiskveiðiáramótin.