Einn þjófnaður var tilkynntur til lögreglu í vikunni en um var að ræða hnupl úr verslun en þarna hafði verið á ferð ungur drengur sem staðin var að því að stela stimpli úr verslun Pennans.
Ein eignaspjöll voru tilkynnt til lögreglu en helgina 13. til 15. sl. voru skemmdir unnar á póstkössum í andyri Foldahrauns 42. Ekki er vitað hver þarna var að verki en þeir sem hafa upplýsingar um það eru vinsamlegast beðnir um að snúa sér til lögreglu.
Tilkynnt var um að skemmdir hafi verið unnar á bifreið sem staðsett var við Kirkjuveg 13. Sparkað var þrisvar í vinstrihlið hennar þannig að báðar hurðar dæduðust og rispuðust. �?eir sem geta gefið upplýsingar um þessi eignaspjöll eru beðnir að hafa samband við lögreglu.