Við skoðun þá vöknuðu nokkrar spurningar sem ég fer fram á að Kristín Jóhannsdóttir svari í næsta blaði Frétta.
Hvernig var upplýsingum um sýninguna komið á framfæri við þá aðila sem eru í Ferðamálasamtökum Vestmannaeyja?
Var þeim upplýsingum komið til þeirra tímanlega þannig að þeir gætu gert sínar ráðstafanir?
Hver tók ákvörðun um þáttöku í þessari sýningu?
Hver greiddi kostnaðinn við þátttökuna og hvað var hann mikill?
Hver tók ákvörðun um að bjóða fyrirtækjum þeim, er í bás Vestmannaeyjabæjar voru, þátttöku?
Hvaða fyrirtæki voru þetta?
Hver valdi þessi fyrirtæki?
Hver var kostnaðarhlutdeild þessara fyrirtækja?
Var fleiri fyrirtækjum boðin aðstaða í Eyjabásnum?
Hvaða fyrirtæki voru það?
Með kveðju og von um svör í næsta blaði Frétta,
Bergur M Sigmundsson.