�?Framtíðin er óráðin eins og er. �?að er ekki skothelt að ég verði áfram hjá Haukum og allt í lausu lofti,�? sagði Kári Kristján, sem fundaði með forráðamönnum Hauka í gær. �?�?að kom engin niðurstaða úr þeim fundi.�?

Síðustu mánuði hafa þreifingar átt sér stað varðandi þýsk og spænsk úrvalsdeildarlið og ekki loku fyri rþað skotið að hann gangi til liðs við atvinnumannalið á næstu vikum.

�?�?etta er allt á gráu svæði og því get ég ekki greint frá því um hvaða lið er að ræða. En þetta er eitthvað sem hefur verið í gangi undanfarna mánuði og vonandi fer boltinn að rúlla á næstunni. �?á gæti hugsanlega verið hægt að ganga frá þessu í næstu viku.�?

Aðspurður segist hann spenntari fyrir þýsku úrvalsdeildinni. �?Hún myndi henta mér betur og væri meira spennandi kostur fyri mig. �?að eru þó engin tilboð komin eins og er og ég er því afar rólegur. Maður gerir ráð fyrir því að eþssi stærstu lið einbeiti sér fyrst að því að ná í stóru bitana og eru væntanlega flest búin að því. �?að gæti því eitthvað spennandi komið upp fljótlega.�?

Fjöldamargir íslenskir handboltamenn eru á mála hjá erlendum liðum. Kári Kristján segir að ástæðan fyrir velgengni þeirra sé að gott orð fari af þeim. �?Íslendingar eru þekktir fyrir að vera metnaðarfullir og duglegir. Enda er ótrúlegt að sjá hversu margir íslenskir leikmenn eru í sterkustu dieldum heims, þýsku úrvalsdeildinni.�?

Fréttablaðið greindi frá.