Byrjað var á því að líta á tækjasafn Rabba á Dala Rafn en safnið geymir gömul tæki sem notuð voru til sjós á árum áður en eru úreld í dag. Eftir það var litið við á ljósmyndasýningu Sigurgeirs Jónassonar og síðan farið í útsýnisferð um Eyjuna. Ferðin endaði svo í félagsheimili Sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum, Ásgarði þar sem eldri borgarar þáðu léttar veitingar og tóku svo undir með Jarli Sigurgeirssyni í fjöldasöng.