Samgöngur í forgang

Að bæta samgöngur til Eyja er bráðnauðsynlegt. �?að er ekki endalaust hægt að bíða eftir ákvörðunum misviturra stjórnmálamanna. Hvers vegna er ekki löngu kominn stærri og hraðskreiðari Herjólfur?

�?essi hefur þjónað íbúum og ferðafólki vel um 16 ára skeið en nú er aðgerða þörf. Íslandshreyfingin telur að kaupum á nýrri ferju beri skilyrðislaust að forgangsraða efst. �?að má alltaf selja bátinn aftur reynist mögulegt að gera jarðgöng til Eyja eða nýja höfn við Bakkafjöru.

Að sama skapi sætir furðu að ekki hafi verið veitt fé til raunverulegra rannsókna á möguleikum þess að bora göng milli lands og Eyja. �?að er alveg ljóst að því fé væri ekki illa varið, því að jafnvel þó í ljós kæmi að jarðgöng séu ekki raunhæfur valkostur öðlumst við umtalsverða þekkingu á jarðfræðilegum aðstæðum sem kann að vera verðmæti í sjálfu sér.

Íslandshreyfingin mun því beita sér fyrir því, að strax að loknum kosningum verði leitað tilboða í nýjan Herjólf og hafist handa við jarðlagarannsóknir til að kanna fýsileika jarðganga. �?á fyrst er hægt að taka upplýsta ákvörðun um besta kostinn.

�?flugt, fjölbreytt atvinnulíf

Til að byggja upp öflugt atvinnulíf á landsbyggðinni er forgangsmál að þegar verði hafist handa við að leggja háhraðagrunnnet um land allt. �?að sætir furðu að ríkisstjórnin skyldi hundsa varnaðarorð við sölu Símans og selja grunnnetið einkaaðilum þegar öllum má vera ljóst að örugg upplýsingaveita er forsenda nýsköpunar og flutnings starfa út á land auk þess að vera hornsteinn í öflugu skólastarfi frá grunn- til háskóla.

Á háskólastigi er ljóst að haffræði- og sjávarlífssetur sem myndi laða að vísindamenn, unga og aldna til Eyja um lengri og skemmri tíma, því varla er hægt að finna betri aðstæður til rannsókna á öldufari og ýmsu fleira.

Gríðarlegir möguleikar eru í uppbyggingu í fræðslu- og afþreyingarferðaþjónustu í Vestmannaeyjum. Með hækkandi hitastigi lengist ferðamannatímabilið og störfin verða heilsársstörf. Með réttu má gera ráð fyrir að fjöldi ferðamanna muni á næstu árum margfaldast sem kallar á aukna þjónustu á öllum sviðum. Hér skipta samgöngur aftur höfuðmáli, ferðamenn verða jú að geta komist með öruggum hætti til og frá Eyjum.

Sérstaða Vestmannaeyja er mikil í jarðfræði og fuglalífi. Smábátaútgerð á sumrum með handfæra- og sjóstangveiðiheimildum laðar fram nýtt líf á bryggjum auk þess að opna möguleika á nýliðun í sjávarútvegi. Nýsköpun er fylgifiskur jákvæðni. Hjá Íslandshreyfingunni er glasið hálffullt, við sjáum fjölda nýrra sóknarfæra.

�?etta eru í hnotskurn þau málefni sem við í Íslandshreyfingunni munum leggja áherslu á fyrir Vestmannaeyjar á næsta kjörtímabili.

Ásta �?orleifsdóttir jarðfræðingur skipar 1. sæti fyrir Íslandshreyfinguna í Suðurkjördæmi. [email protected]