Auk þess voru notuð stórtæk björgunartæki, varðskipið �?gir tók þátt í æfingunni, Sæbjörg, skip Landsbjargar og nýjasta þyrla Landhelgisgæslunnar auk smærri björgunarbáta. �?fingin tókst í alla staði mjög vel þrátt fyrir afar erfitt sjólag sem m.a. varð til þess að fresta þurfti hluta af æfingunni.

Meðal þeirra slysa sem sett voru á svið var bruni í skipi á hafi úti þar sem ferja þurfti fólk úr skipinu og í varðskipið �?gi. �?á leituðu kafarar að bílflaki og farþegum í höfninni í Eyjum og fólki var bjargað úr sjávarhömrum við Eyjarnar.

Í lok æfingarinnar var svo slegið upp grillveislu fyrir þátttakendurna.