Nafn: Jórunn Einarsdóttir.
Heimilishagir: Gift Ágústi �?skari Gústafssyni lækni og við eigum saman tvö börn. Eyþór bráðum 6 ára og Katrínu Söru 3 ára.
Menntun og starf: �?g er grunnskólakennari að mennt og kenni dönsku. Núna er ég líka deildarstjóri eldra stigs í Hamarsskóla.
Áhugamál: Helstu áhugamál núna eru Kaffihúsakórinn og stjórnmálin. Mjög skemmtilegt að vera komin aftur í kór. �?g var í kór sem ung stelpa í Garðabænum og það er mjög gaman að vera byrjuð aftur að syngja.
Hvað horfir þú á í sjónvarpi: �?g horfi fyrir það fyrsta allt of mikið á sjónvarp og hef mjög gaman af alls kyns skemmtiefni. Svo reynir maður að fylgjast vel með fréttum og öllum þessum skoðanakönnunum sem dynja yfir okkur stöðugt.
Uppáhaldsmálsháttur: �?g hef nú ekki mikið vera að slá um mig með málsháttum en ég fann um daginn orðatiltæki sem mér þótti ansi gott . �?�?að þarf oft meiri kjark til að skipta um skoðun heldur en að vera skoðun sinni trúr.�?
Hvaða eiginleikum þarf stjórnmálamaður að hafa: �?g held að stjórnmálamenn þurfi að vera einlægir og samkvæmir sjálfum sér. Svo er ekkert verra að hafa svolítinn húmor.
Mesti stjórnmálamaður allra tíma, íslenskur: Steingrímur J.
Af hverju í pólitík: �?egar maður hefur tækifæri til að taka þátt í því að bjóða fólkinu í landinu upp á breytingar til hins betra, þá getur maður ekki annað en hrifist með.
Hverju þarf að breyta: �?g held að það þurfi fyrst og fremst að breyta forgangsröðuninni og hugsa meira um einstaklingana sem búa í landinu og þurfa að nýta sér þá þjónustu sem ríkið á að veita. �?á gildir einu hvort um er að ræða menntun, heilbrigðisþjónustu eða atvinnu. Við, hér á landsbyggðinni, höfum líka verið látin sitja á hakanum í allt of langan tíma. Við getum ekki lengur sætt okkur við áugaleysið um samgöngumálin og litlar sem engar úrlausnir aðrar en stóriðju í atvinnumálum. �?essu verður að breyta og ég hef fulla trú á því að það muni gerast í vor þegar vinstri stjórn kemst á. �?g get t.d. ekki sætt mig við það þegar forsætisráðherra stærir sig af því að �?við�? eigum glás af peningum, að þeim skuli þá ekki ausið út til fólksins. �?etta eru peningarnir okkar en ekki einhverra risafyrirtækja úti í heimi.
Hvað ætlar þú að leggja áherslu á á þingi? Ef ég kæmist á þing myndi ég helst vilja beita mér fyrir því að sveitarfélögin fengju þær fjárhæðir sem þau eiga inni til að veita íbúum þá toppþjónustu sem þeir eiga skilið. Svo myndi ég argast endalaust í því að bætt yrði úr þessum samgönguvanda okkar ekki seinna en í gær.