Fyrirtæki mannsins, sem nú er farið á hausinn, sá um uppbyggingu á verslunar- og þjónustuhúsnæði að Breiðumörk 25b í Hveragerði árið 2000 �? 2001. Núverandi eigendur, Lyf og heilsa, Eik fasteignafélag og Félag eldri borgara í Hveragerði, stefndu manninum fyrir að bera ábyrgð á meintum galla í álklæðingu hússins.

Maðurinn sagði fyrir dómi að efniviður í álklæðingunni væri gallaður, ekkert væri athugavert við uppsetninguna. Dómara þótti aftur á móti sannað, samkvæmt matskýrslu sérfræðinga, að maðurinn bæri ábyrgð á gallanum.