Fyrsti Landgræðsluskógasamningurinn var gerður árið 1990. �?á var plantað á þremur stöðum í Árnessýslu; í sandana við �?orlákshöfn, í sandana í �?jórsárdal og í Rótarmannatorfur sunnan Bláfells á Biskupstungnaafrétti. Rangæingar gróðursettu í Bolholti á Rangárvöllum og Skaftfellingar við Kirkjubæjarklaustur. �?essi verkefni sönnuðu fyrir mönnum að hægt er að græða upp örfoka land með skógi. Síðan hefur verkefninu vaxið fiskur um hrygg og nú hefur 16 milljónum trjáa verið plantað víðsvegar á landinu. Á myndinni eru ráðherrarnir við undirskriftina ásamt Magnúsi Jóhannessyni, formanni Skógræktarfélags Íslands.