Sigla frekar en fljúga
Steingrímur hefur verið ötull baráttumaður gegn ýmsum ógnunum sem hann hefur séð steðja að íslensku samfélagi. Má þar fyrst nefna stærð Leifsstöðvar. Steingrímur hafði miklar áhyggjur af stærð flugstöðvarinnar þegar bygging hennar var áformuð en áætlað var að hún yrði 12 þús m2. Lagði hann fram þingsályktunartillögu um að skera hana niður all verulega. Ástæðan var m.a.: �?�? framboð á sætum með skipum milli Íslands og nágrannalandanna hefur farið vaxandi og í vaxandi mæli kjósa menn nú þann ferðamáta að ferðast með farþegaskipum og taka jafnvel bifreið sína með. Á þeim vettvangi verða flugsamgöngurnar naumast samkeppnishæfar á næstunni.�?
Sem betur fer var tillaga hans ekki samþykkt og Leifsstöð er í dag orðin 55 þús m2 og árlega hafa verið slegin met í farþegaflutningum í gegnum hana. Hins vegar hélt hann um stjórnartaumana þegar Herjólfur var smíðaður og ákvað þá að stytta skipið um 8m. Heila átta metra sem hefði verið hægt að nota til að flytja fleiri bíla á milli lands og Eyja.
Sjónvarp í lit
Á flokksþingi VG var töluvert rætt um mikilvægi eftirlits á netinu og nefndu nokkrir framámenn í flokknum nauðsyn þess að setja á stofn netlöggu. Hræðslan við nýja tækni er ekki ný af nálinni hjá VG, enda arfleið Steingríms frá Alþýðubandalaginu. Steingrímur var t.d. nýkominn á þing fyrir Alþýðubandalagið þegar allt ætlaði um koll að keyra í flokknum vegna stórhættulegra hugmynda um að hefja sjónvarpsútsendingar í lit.
Efnahagslegur stöðugleiki?
Í stefnuskrá VG er talað m.a. um að innleiða ábyrga efnahagsstjórn og skapa hagstæð skilyrði til nýsköpunar og þróunar í atvinnulífinu. �?gmundur Jónasson, þingmaður VG og formaður BSRB útskýrir hvað þetta þýðir fyrir bankana í landinu í pistli á vefsíðu sinni. �?ar segir hann að það sé til þess vinnandi að senda viðskiptabankana úr landi til að geta aukið jöfnuð í samfélaginu. Félagi �?gmundur virðist þannig enn sjá kosti kommúnismans a la Kúbu og Sovétríkjanna, þar sem enginn mátti eiga neitt meira en annar.
Boð og bönn, höft og hömlur, – allt annað líf með Vinstri Grænum.
Tekið af heimasíðu Eyglóar, blog/eygloh/entry/198389/