Á þeim tíma sátu vinstri menn í meirihluta í bæjarstjórn Vestmannaeyja. �?etta eru athyglisverðar staðreyndir, einkum í ljósi umræðu sem fram fer þessa dagana um hverjir geti og hverjir vilji bæta og efla samgöngur við Vestmannaeyjar.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur setið í ríkisstjórn Íslands samfellt frá árinu 1991. Flokkurinn hefur því haft næg tækifæri til að bæta og efla samgöngur við Vestmannaeyjar. �?að hefur hann ekki gert. Á þessum tíma hefur íbúum Vestmannaeyja fækkað úr 5000 í 4000 þúsund. �?etta eru staðreyndir sem tala sínu máli.

Samgönguumræðan

Umræðan um framtíðarsamgöngur við Vestmannaeyjar er athyglisverð. Innlegg núverandi samgönguráðherra er þar sýnu merkilegast. Í stað þess að vilja fá fram allar

upplýsingar um kosti í stöðunni svo taka megi upplýsta ákvörðun, er á skipulegan hátt reynt að villa um með röngum upplýsingum.

Ráðherrann tefldi á sínum tíma fram skýrslu um kostnað við jarðgöng. Í henni kom að kostnaðurinn gæti orðið allt að 100 milljörðum króna. Samkvæmt henni yrði þessi 16 til 18 km vegspotti dýrustu kílómetrar í mannkynssögunni. Hvers vegna setur ráðherrann fram svona tölur? �?að verður ráðherrann að skýra. �?etta innlegg ráðherrans varð til þess að allt sem frá honum og samgönguráðuneytinu kemur er dregið í efa. Hann hefur misst allan trúverðugleik. �?að á einnig við um rannsóknir í Bakkafjöru. �?á hefur samgönguráðherra margoft lýst yfir því að allar upplýsingar um mögulega hafnargerð í Bakkafjöru myndu liggja fyrir í upphafi árs 2007! Hvers vegna liggja þær ekki fyrir í dag?

�?að eru jú kosningar eftir nokkra daga. Á þennan hátt hefur ráðherranum tekist að tvístra heimamönnum og rugla umræðuna. Meðan umræðan er í þessum farvegi mun ekkert gerast í samgöngumálum �? enda virðist mér það vera markmiðið. Umræðan kemst ekki í skynsamlegan farveg fyrr en nákvæmar og vandaðar rannsóknir hafa farið fram á mögulegum jarðgöngum og öðrum framtíðarvalkostum í samgöngumálum og niðurstöður þeirra kynntar á vandaðan hátt af trúverðugum aðilum. �?að er komið nóg af öðru. Komist Samfylkingin í ríkisstjórn verður tryggt að nauðsynlegar rannsóknir verða kláraðar.

Næstu skref

Fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar undir forystu Samfylkingarinnar í samgöngumálum Vestmannaeyja verður að tryggja að Eyjamenn greiði sama gjald með Herjólfi og það kostar að aka sambærilegan kílómetrafjölda á þjóðvegum landsins. Í öðru lagi verður reynt að ná samningum um frekari fjölgun ferða Herjólfs. Í þriðja lagi verði ráðist í að fá nýtt skip (smíða/kaupa) sem gangi milli �?orlákshafnar og Vestmannaeyja. �?að er ljóst að nokkur ár líða þar til aðrir möguleikar geta orðið að veruleika. �?að má því ekki bíða með að ráðast í þessar aðgerðir �? þær eru forsenda þess að takast megi að snúa íbúaþróuninni við. �?að má því engan tíma missa. Sagan geymir staðreyndir um það hverjir framkvæma og hverjir tala. �?að er fullreynt á sextán ára valdasetu Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn að flokkurinn geri eitthvað í samgöngumálum Eyjamanna. �?að er kominn tími á að aðrir taki við. �?að væri ávísun á að eitthvað gerist í samgöngumálum. Sjálfstæðisflokkurinn er fullreyndur í verkefninu. Hann þarf frí.

Lúðvík Bergvinsson alþm.

Höfundur er í 2. sæti á lista Samfylkingarinnar.