Heyrst hefur að í bígerð sé að afnema þessa sjálfsögðu öryggisþjónustu við Vestmannaeyinga, þ.e.a.s. að ekki verði staðsett sjúkraflugvél lengur hér í Vestmannaeyjum. Í staðinn verði bráðatilfellum þjónað með þyrluflugi ofan af landi. Með þessu sé verið að skaffa verkefni og fjármagn fyrir hina nýju þyrlusveit Landhelgisgæslunnar.

�?etta þýðir að sá tími sem líður frá því að útkall berst þar til sjúklingur er kominn á sjúkrahús í Reykjavík mun þrefaldast þegar best lætur.

Heyrst hefur að að öðrum sjúkraflugum verði sinnt með flugvél sem staðsett verði norður í landi. Ljóst er að það mun valda auknum töfum í sjúkraflutningum bæði til og frá Eyjum.

Sá samningur sem nú er í gildi um sjúkraflug rennur út 1. júlí n.k. Ekki hefur farið fram neitt útboð og ekki spurst til neinna nýrra samninga um sjúkraflugsrekstur hér í Eyjum. Svo virðist sem þagga eigi málið í hel fram yfir kosningar.

�?ví er spurt:

Munt þú styðja og standa að því að sjúkraflugvél verði ekki lengur staðsett í Vestmannaeyjum og stuðla með því að skerðingu á öryggi og þjónustu við íbúa Vestmannaeyja?

Mun þinn flokkur styðja og standa að því að sjúkraflugvél verði ekki lengur staðsett í Vestmannaeyjum og stuðla með því að skerðingu á öryggi og þjónustu við íbúa Vestmannaeyja?

Vænst er skýrra svara (já eða nei) fyrir kosningar enda eiga íbúar kröfu á því þegar varðar svo mikilvægt hagsmunamál fyrir byggð í Vestmannaeyjum.

Hjörtur Kristjánsson yfirlæknir v. Heilbrigðisst. Vestmannaeyja og Gústaf Gústafsson sjúkraflutningsmaður.