Konur og menn ræða sín á milli kosti og galla ólílkra framboða og sitt sýnist hverjum. Sumum finnst til að mynda Vinstri grænir vera hálfgerðir ullarsokkar.

�?g verð að viðurkenna að mér líkar það að mörgu leyti vel að vera kölluð ullarsokkur, því þegar maður veltir fyrir sér ullarsokknum þá er hann nefnilega til margra hluta nytsamlegur. Ullarsokkurinn hefur staðist tímans tönn og sigrað ýmsa tískustrauma. Hann er líka hlýr, afar endingargóður og fáanlegur í ótal litum. �?etta þykja mér góðir kostir. Kallið mig því bara ullarsokk �? ég kann því vel. �?að sem ég set spurningarmerki við er að í sömu andrá og minnst er á Vinstri Græna, fylgir æði oft orðræðan um afturhaldssemi og þetta klassíska; að vera á móti öllu.

�?g spyr sjálfa mig nefnilega að því hvernig það geti talist afturhald að vilja það og trúa því að hér á landi sé hægt að þjóna öllum landsmönnum óháð búsetu?

Er það afturhald að vilja það og trúa því að hér á landi eigi konur að hafa sömu laun og karlar fyrir sömu störf?

Er það afturhald að vilja það og trúa því að hér á landi sé hægt að stunda fleiri atvinnugreinar en þær sem tengjast stóriðju?

Er það afturhald að vilja það og trúa því að hér á landi geti börnin okkar búið að því að náttúran haldist óspillt?

Og er það afturhald að vilja það og trúa því að ömmur okkar og afar eigi betra skilið? Að við öll eigum betra skilið.

Nei það er það ekki, þvert á móti erum við með umhverfi og náttúru, réttindi kvenna, barna og aldraðra sem sé réttlátu samfélagi.

Við megum ekki glata tilfinningunni fyrir samábyrgð því við komum hvert öðru við og náttúran kemur okkur öllum við.

Ef þið hafið trú á því að hér sé hægt að gera breytingar til hins betra, þá er tíminn í vor. �?að er nefnilega mikið spunnið í ullina!

Jórunn Einarsdóttir skipar 6.sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.