Hekluskógar eru samstarfsverkefni um landgræðslu og endurheimt skóg- og kjarrlendis með innlendum tegundum á Hekluskógasvæðinu. Höfuðmarkmið verkefnisins er endurheimt birkiskóga til að verjast afleiðingum öskugosa.


Reynslan hefur sýnt að skóglaust land þolir slík gos afar illa en birkiskógur hemur öskuna og hún hverfur í skógarbotninn. �?arna er því verið að reisa náttúrlegan varnargarð gegn náttúruhamförum. Auk þess munu þessar aðgerðir bæta landgæði, binda kolefni, stuðla að bættum vatnsbúskap, auka verðmæti lands og skapa nýja möguleika í ferðamennsku.