Bíll valt útaf Suðurlandsvegi við Kögunarhól um fimmleytið í morgun, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Selfossi. �?kumaður bílsins var horfinn af vettvangi er lögreglu bar að, og er hann grunaður um ölvun. Bárust lögreglunni fregnir af því að ökumanninn hefði ekki sakað í veltunni.