Páll Kr. Pálsson, stjórnarformaður Glóa, sagði við hátíðlega athöfn um helgina að íslenskur ullariðnaður hefði átt verulegum erfiðleikum á undanförnum árum. �?Fyrirtækjum í greininni hefur fækkað mikið, eða úr því að vera yfir þrjátíu fyrir um tuttugu árum, í undir tíu í dag. Meginástæður þessarar þróunar eru sagðar vera breytt viðhorf neytenda til vörunnar, skortur á nýjungum í vöruþróun og hönnun og samkeppni við ódýrara vinnuafl í láglaunalöndum,�? segir hann og bætir við:

�?Eigendur Glófa hafa ákveðið að blása vörn í sókn og stefna þeir að umtalsverðri aukningu á umsvifum fyrirtækisins á næstu misserum. Við höfum verið að efla rekstur þess, bæði með vöruþróun og markaðssókn og með því að kaupa rekstur nokkurra prjóna- og saumastofa og sameina þær Glófa ehf.�?

Í upphafi þessa árs hófst á vegum fyrirtækisins viðamikið markaðsátak sem mun ná til rúmlega tveggja ára, segir Páll. Markmiðið er að endurhanna frá grunni allar vörulínur fyrirtækisins og bæta inn ýmsum nýjungum sem tengjast íslenskri ull.