Áður hefur hann fallið með ensku liðunum Crystal Palace, Wimbledon, Ipswich og nú Charlton.

Samkvæmt heimildum fréttavefsins www.fotbolti.net er klásúla í samningi Hermanns sem gerir honum kleift að yfirgefa Charlton ef liðið félli úr úrvalsdeild. Nokkur lið renndu hýru auga til Eyjamannsins fyrr í vetur, m.a. Íslendingaliðið West Ham sem nú dugir jafntefli í síðasta leik til að bjarga sér frá falli.