Slökkvistarf gekk greiðlega fyrir sig en slökkviliðsmenn voru búnir að ráða niðurlögum eldsins uppúr klukkan hálf eitt, samkvæmt lögreglu.

Húsráðandi var að koma úr sturtu þegar hann varð eldsins var, að sögn lögreglu. �?á braut hann rúðu í svefnherbergi, snaraði sér út og hringdi síðan á lögreglu frá nágrönnum sínum. Hann hlaut minniháttar skrámur en slapp að öðru leyti ómeiddur.

Eldsupptök eru ókunn.