Ritstjóri gerði athugasemdir við að málið væri fært sem trúnaðarmál og sendi í kjölfarið erindi til framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs þar sem farið var fram á upplýsingar um málið. Var ritstjóra bent á að senda formlegt erindi til bæjarráðs þar sem um væri að ræða trúnaðarmál.

Vegna anna í kosningabaráttu hefur dregist að senda erindi til bæjarráðs, en þegar ritstjóri settist niður rétt í þessu til að setja það saman komst hann að því að fundargerð bæjarráðs hefur verið breytt. Nú hljómar sami liður á þessa leið:

7. 200704091 – Samningsumleitanir vegna skuldar Áhugafélagsins Hússins við Glitni.

Bæjarráð samþykkir að ljúka greiðslu vegna ábyrgða í tengslum við Áhugafélagið Húsið með greiðslu kr. 1.160.826

�?að er því vonandi að bæjarráð geti brugðist skjótt við erindi ritstjóra og afhent öll gögn varðandi málið, svo hægt verði að upplýsa bæjarbúa um í hvað íhaldið er að eyða skattpeningunum þeirra.

Viðbót:

Eins og réttilega er bent á í athugasemd hlýtur að vera ólöglegt að breyta fundargerðum eftirá á þennan hátt, þegar ekki er aðeins búið að undirrita þær, heldur einnig að samþykkja þær á fundi bæjarstjórnar eins og gert var við þessa fundargerð. Bæjarráð hlýtur því að skulda okkur Eyjamönnum skýringar á þessum vinnubrögðum.

Heimild: Sótt af http://framsoknarbladid.blog.is