�?rír ökumenn voru sektaðir vegna brota á umferðarlögum í vikunni, einn vegna ólöglegrar lagningar og tveir vegna hraðaksturs en annar mældist á 76 km/klst. en hinn á 70 km/klst. þar sem leyfilegur hámarkshraði var 50 km/klst.

Að undanförnu hefur lögreglu borist kvartanir vegna aksturs fjórhjóla um bæinn. Er þá í flestum tilvikum kvartað yfir glæfraakstri ökumanna þessara farartækja og eins vegna aksturs utan vega. Rétt er að benda eigendum og ökumönnum þessarar farartækja að þau fjórhjól sem eru skráð má einungis aka á akbrautum en ekki utan vega, nema á þar til gerðum svæðum.