�?etta kemur fram í ályktun stjórnar félagsins sem fram fór í Odda fyrir skömmu.
Stjórn Oddafélagsins hefur löngum talið bækistöðvar Landgræðslu ríkisins í Gunnarsholti hentugan stað fyrir alþjóðalega kennslustofnun af þessu tagi og hefur Oddafélagið reifað áþekkar hugmyndir í ræðu og riti um hálfan annan áratug.

�?Landgræðsla ríkisins hefur nú í heila öld af sæmd og hugviti gegnt forystuhlutverki í baráttu við gróðureyðingu og sandfok á Íslandi. Mikil reynsla og traust þekking hefur að sama skapi verið dregin á einn stað og mun slíkt vegarnesti reynast vel nú er ætlunin er að bjóða krafta sína í baráttu við einn mesta ógnvald jarðríkis, nefnilega jarðvegseyðingu og eyðimarkamyndun. Oddafélagið hvetur íslenska ráðamenn að standa að uppbyggingu hins fyrirhugaða Landgræðsluskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi af röggsemi og metnaði,�? segir í m.a. ályktuninni.