Í veislunni færðu gestir frá Ferðafélagi Íslands gjafir og nýtt merki félagsins var kynnt. Fyrsta formanni félagsins og aðal hvatamanni að stofnun þess, Sigurði Jónssyni, var færður fyrsti bolurinn með félagsmerkinu á. Höfundur félagsmerkisins er �?skar Guðmundsson. Einnig voru sýndar myndir úr gönguferðum félagsmanna frá liðnum árum sem Ragnar Magnússon ljósmyndari og félagi hefur tekið. Eru þær til sýnis í anddyri Ráðhúskaffis.
Félagið stendur fyrir skipulögðum gönguferðum allt sumarið auk þess sem farið er í fjögurra daga göngur í ágúst ár hvert. Einnig hefur það gefið út gönguleiðakort sem nær yfir gamlar gönguleiðir í �?lfusi og gönguleiðir hafa verið strikamerktar. Félagið heldur sagnakvöld, fræðslumynda- og skemmtikvöld á hverju ári.
Meðlimir í félaginu eru um 40 talsins og hefur kjarni þess hóps starfað með félaginu frá stofnun en einnig koma alltaf nýir félagar á hverju ári. Félagar eru jafnt konur, karlar og börn á aldrinum 10-75 ára, en félagar deila sameiginlegum áhuga á útivist og gönguferðum um náttúru Íslands. Formaður er Vigfús G. Gíslason, gjaldkeri Guðni Pétursson og ritari Edda Laufey Pálsdóttir.
�?Dagskrá félagsins er send á hvert heimili í �?lfusi og á upplýsingamiðstöðvar í nágrannabyggðum, til Ferðafélags Íslands, �?tivistar og allra göngufélaga sem taka þátt í göngum félagsins. Yfirleitt eru allar göngur á mánudagskvöldum og er farið frá Másbakaríi kl. 19:00,�? segir Edda og bætir hún við að allir séu velkomnir. �?að er því um að gera að klæða sig eftir veðri og vindum, drífa sig í næstu gönguferð og njóta samvista við reynslumikla göngugarpa.