Guðmundur Stefánsson er útibússtjóri Kaupþings á Selfossi og Margrét Einarsdóttir er þjónustustjóri. Sunnlenska hitti þau að máli og spurði fyrst, hvers vegna þessar breytingar núna?

�?Kaupþing er að breyta og samræma öll sín útibú, svo þessar breytingar eru eðlilegur liður í því átaki. Einnig er orðið nokkuð langt síðan útibúið var standsett. Síðan hafa verið gerðar á því nokkrar breytingar og nú var orðin þörf á að endurskipuleggja húsnæðið með tilliti til breyttra áherslna í bankastarfsemi og aukinnar þjónustu við okkar viðskiptavini,�? segir Guðmundur. �?Allir okkar starfsmenn eru í beinni þjónustu við viðskiptavini útibúsins og þurfa því starfsaðstöðu til að geta sinnt erindum þeirra með fullnægjandi hætti. Í útibúinu eru ekki lengur nein bakvinnslustörf og þessar breytingar gera útibúið því mun þjónustuvænna.�?

Margrét segir að útlitið sé hugsað þannig að það ýti undir jákvæða upplifun viðskiptavinanna. �?Með notkun glerveggja, hlýrra lita og líflegra myndskreytinga verði allt umhverfið mun léttara og skemmtilegra en áður var. En auk þess sem útlitinu er breytt er þjónustan aukin. Viðskiptavinir hafi t.d. aðgang að tölvu í útibúinu og geta sjálfir komist í sinn netbanka og notið aðstoðar starfsfólks kjósi þeir það. �?á mun sérstakur starfsmaður sinna svokölluðu gestgjafahlutverki en það felst í því að taka á móti viðskiptavinum þegar þeir koma í útibúið, ráðleggja þeim og aðstoða.�?

Að auki segir Margrét nýja útibúið umhverfisvænna. Stórlega verði dregið úr pappírsnotkun og rafræn skjalavistun aukin.

Í útibúi Kaupþings á Selfossi starfa nú 15 manns, en auk þess starfa tveir starfsmenn í afgreiðslunni á Flúðum. Nýja útibúið verður opnað kl. 9 fimmtudaginn 10. maí. Margrét og Guðmundur hvetja alla viðskiptavini, og aðra sem áhuga hafa, til að líta við. Fyrstu dagana verður boðið upp á meðlæti með kaffinu auk þess sem tónlistaratriði verða á opnunardaginn. �?Við hlökkum til sjá sem flesta í útibúinu og bjóðum alla hjartanlega velkomna til að gleðjast með okkur,�? segja þau Margrét og Guðmundur að lokum.