Hvað horfir þú á í sjónvarpi: það sem er á dagskránni seint á kvöldin.
Uppáhaldsmálsháttur: Kapp er best með forsjá.
Hvaða eiginleikum þarf stjórnmálamaður að hafa: Víðsýni, ábyrgð, krafti og heiðarleika.
Mesti stjórnmálamaður allra tíma, íslenskur: Jóhanna Egilsdóttir.
Af hverju í pólitík: Áhugi á þjóðmálum, tel mig geta nýtt reynslu sem ég hef öðlast í gegnum störf mín í verkalýðshreyfingunni og á sviði sveitarstjórnarmála.
Hverju þarf að breyta: Í Eyjum: Samgöngum í núinu og til framtíðar, fjölga atvinnutækifærum, tryggja að sjúkravél sé alltaf til staðar, efla og lagfæra sjúkrahúsið, efla framhaldskólann og Rannsóknarsetrið. Endurreisa Skipalyftuna. Á landsvísu bæta hag aldraðara og öryrkja. Endurreisa velferðarkerfið svo það standi undir nafni.
Hvað ætlar þú að leggja áherslu á á þingi?
Bættar samgöngur til Eyja. Fjölgun opinberra starfa, meiri tekjur til sveitarfélaga. Endurreisn velferðarkerfisins.
Guðrún er í fimmta sæti á lista Samfylkingarinnar.